Dýralæknastofa Suðurnesja er til húsa við Fitjabakka 1B í Reykjanesbæ. Öll almenn lækningaþjónusta vegna gæludýra er veitt á stofunni..
Dýralæknastofan 20 ára
Þann 31. janúar 2024 eru 20 ár síðan Dýralæknastofa Suðurnesja hóf starfsemi.
Í neyðartilfellum utan opnunartíma má fá upplýsingar um vakthafandi dýralækni í Suðvesturumdæmi í síma 530-4888. Dýralæknar á höfuðborgarsvæðinu skipta með sér opinberum vöktum og því getur verið mikið álag á vakthafandi dýralækni hverju sinni. Reikna má með að útkall á neyðarvakt kosti að lágmarki 36.000 - 54.000 kr.