Dýralæknastofan flytur
 
 

03.01.2016

Síðastliðið haust festi stofan kaup á húsnæði við Fitjabakka 1B og undanfarnar vikur hefur verið unnið hörðum höndum að því að hanna það og innrétta. Nú er verið að leggja lokahönd á verkið og flutningar verða um næstu helgi. Við þurfum því að hafa lokað föstudaginn 8. janúar og mánudaginn 11. janúar og opnum á nýjum stað þann 12. janúar.

Við verðum með ýmis spennandi tilboð í tilefni flutninganna og hlökkum til að sjá ykkur í nýjum húsakynnum. Fylgist með okkur á facebook til að fá allar nýjustu tilkynningarnar.

Nánar um staðsetninguna: Fitjabakki er í Njarðvík, u.þ.b. miðja vegu á milli Fitja (Bónus/Krónan) og Stapans. Bensínstöð ÓB stendur einnig við Fitjabakka - sjá kort.