Fræðslufundur fyrir hestamenn (21. nóvember 2014)
 
 

Dýralæknastofan stóð fyrir fræðslufundi fyrir hestamenn 21. nóvember í félagsheimili Mána. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hélt erindi um nýja reglugerð um velferð hrossa og ræddi um ormahreinsun. Einnig sagði hún frá rannsókn sinni um notkun stangaméla með tunguboga sem varð til þess að notkun þeirra var bönnuð í keppni. Einar Ásgeirsson frá Líflandi kynnti kjarnfóður og fóðurbæti fyrir hross. Fundurinn var ágætlega sóttur og erindin afar fróðleg.