Nýtt lén, andlitslyfting og instagram!
 
 

7. júní 2015

Um þessar mundir er Dýralæknastofa Suðurnesja að taka í notkun nýtt lén: dskef.is og dyri.com verður lokað. Vefurinn er ekki nýr, hann var opnaður á sama tíma og stofan, í janúar 2004 og var kominn nokkuð til ára sinna. Þótti því við hæfi að hann fengið smávægilega andlitslyftingu.

Tilgangurinn með vefnum er að hafa aðgengilegar almennar upplýsingar um dýralæknastofuna og þá þjónustu sem þar er veitt. Einnig er hér að finna einhvern fróðleik og stuttar greinar. Stofan hefur verið á facebook nú í nokkur ár og með þeim hætti komumst við í samband við viðskiptavini og annað áhugafólk um dýr. Gaman er að fá endurgjöf og athugasemdir þegar við setjum inn skemmtilegar myndir úr starfinu. Enda er myndefni aldrei af skornum skammti á dýralæknastofu. Þess vegna erum við líka komin á instagram: ds_kef. Við höfum haft það fyrir reglu að engar myndir af dýrum eru birtar nema með samþykki eiganda.

Nýju léni fylgja ný netföng og hægt er að senda fyrirspurnir til okkar á dskef@dskef.is. Þó er yfirleitt betra að ná sambandi við okkur símleiðis eins og venjulega í s. 42 100 42.