AFGREIÐSLUTÍMI

Stofan er opin alla virka daga frá kl. 9-16.30. Við erum með tímabókanir og ekki er alltaf unnt að sinna þeim sem mæta án þess að eiga pantaðan tíma (nema um sé að ræða neyðartilfelli). Fyrir hádegi erum við með aðgerðir, tannhreinsanir og þess háttar en eftir hádegi er stofutími. Þau dýr sem eiga að koma í aðgerðir eiga alla jafna að mæta klukkan 9 og þau eru hjá okkur þar til þau hafa jafnað sig eftir svæfingu, þá er hringt í eigendur.

Vegna neyðartilfella utan opnunartíma: dýralæknar stofunnar sinna bakvöktum þegar mögulegt er (þá er símanúmer gefið upp í símsvara í s. 42 100 42) að öðrum kosti er vísað á þann dýralækni sem er með vakt í Suðvesturumdæmi. Nánari upplýsingar um opinbera vakt.

ÞJÓNUSTA

Á Dýralæknastofu Suðurnesja bjóðum við upp á alla almenna dýralæknisþjónustu, heilbrigðisskoðun og bólusetningar/ormahreinsanir og meðhöndlun veikra og slasaðra dýra. Við framkvæmum almennar skurðaðgerðir eins og geldingar og ófrjósemisaðgerðir, keisaraskurði, brottnám æxla o.fl. Stofan er vel tækjum búin með blóðgreiningartækjum, röntgen, sónar, laser auk búnaðar til tannlækninga. Dýralæknar stofunnar fara í vitjanir í hesthús og fjárhús á Suðurnesjum og jafnvel heimahús sé þess óskað.

VERSLUN

Frá því stofan opnaði árið 2004 höfum við haft umboð fyrir hunda- og kattafóður og höfum því góða reynslu í þeim efnum. Við leggjum áherslu á að vera með gæðafóður sem við þekkjum vel auk þess sem við höfum gott úrval af sjúkrafóðri. Einnig bjóðum við fóðurbætiefni, sjampó, tannhreinsivörur, eyrnahreinsa, hollt góðgæti og ýmislegt fleira. Helstu vörutegundir sem við erum með eru:

  • Belcando hundafóður
  • Leonardo kattafóður
  • Platinum hundafóður
  • Royal Canin kattafóður / smáhundafóður / sjúkrafóður
  • Hill's Prescription Diet sjúkrafóður
  • Bio-Groom feldvörur
  • Virbac sjúkrasjampó
  • 8in1 Delights nagbein
  • Pressuð bein og nagstangir (Nobby)
  • Dr. Clauder hollustunammi