STOFAN

Dýralæknastofa Suðurnesja var stofnuð í byrjun árs 2004 og hóf þá starfsemi í litlu húsnæði við Hringbraut í Keflavík. Eftir að hafa búið við frekar þröngan kost í tæp 4 ár flutti stofan á Flugvelli 6 í efri byggðum Keflavíkur og opnaði þar formlega í september 2008. Þá fórum við úr 60 fermetrum í 180 og óhætt er að segja að starfsemin hafi tekið stakkaskiptum við þá breytingu. Haustið 2015 festi stofan kaup á húsnæðinu við Fitjabakka 1B í Njarðvík og flutti þangað í byrjun árs 2016. Húsnæðið er um 160 fm að stærð og var rýmið sérhannað fyrir starfsemina. Þar eru tvö skoðunarherbergi, skurðstofa, tvö dýraherbergi, aðgerðaaðstaða, verslun/biðstofa auk aðstöðu fyrir starfsfólk. Myndir.

Við stofuna starfa 3 dýralæknar og 2 aðstoðarmenn hverju sinni.

STARFSFÓLKIÐ

Unnur Olga Ingvarsdóttir dýralæknir - unnur@dskef.is

Berglind Helga Bergsdóttir dýralæknir - berglind@dskef.is

Sandra Kasiliauskiene dýralæknir

Íris Eysteinsdóttir aðstoðarmaður.

Sandra Björk Ingadóttir aðstoðarmaður.

Helgi Hólm fjármálastjóri.