STOFAN

Dýralæknastofa Suðurnesja var stofnuð í byrjun árs 2004 og hóf þá starfsemi í litlu húsnæði við Hringbraut í Keflavík. Eftir að hafa búið við frekar þröngan kost í tæp 4 ár flutti stofan á Flugvelli 6 í efri byggðum Keflavíkur og opnaði þar formlega í september 2008. Þá fórum við úr 60 fermetrum í 180 og óhætt er að segja að starfsemin hafi tekið stakkaskiptum við þá breytingu. Haustið 2015 festi stofan kaup á húsnæðinu við Fitjabakka 1B í Njarðvík og flutti þangað í byrjun árs 2016. Húsnæðið er um 160 fm að stærð og var rýmið sérhannað fyrir starfsemina. Þar eru tvö skoðunarherbergi, skurðstofa, tvö dýraherbergi, aðgerðaaðstaða, verslun/biðstofa auk aðstöðu fyrir starfsfólk.

Við stofuna starfa 2 dýralæknar og 2 aðstoðarmenn hverju sinni.

STARFSFÓLKIÐ

Unnur Olga Ingvarsdóttir dýralæknir - unnur@dskef.is

Unnur Olga útskrifaðist frá Dýralæknaháskólanum í Kosice, Slóvakíu árið 2011 og hóf störf á Dýralæknastofu Suðurnesja í mars 2012. Hún gerði lokaverkefni um áhrif innöndunarsvæfingar á fugla. Hennar áhugasvið eru hross, hundar, kettir og búrfuglar.

Helstu námskeið og erindi sem Unnur hefur sótt:

 • Ýmis námskeið á vegum Dýralæknafélags Íslands.
 • Námskeið í sárameðhöndlun hrossa á vegum Dýralæknaháskólans í Danmörku í janúar 2013
 • Námskeið í augnlækningum hunda og katta hja Dr. Nick Whelan á vegum Dýralæknafélags Íslands í apríl 2014
 • BSAVA ráðstefna í Birmingham í apríl 2015
 • Námskeið í lasermeðferð hjá John C. Godbold DVM, Stonehaven Veterinary Consulting hjá Vistor í jan. 2017
 • Námskeið í æxlunarfræði hunda á vegum Dýralæknafélags Íslands í október 2018

Berglind Helga Bergsdóttir dýralæknir - berglind@dskef.is

Berglind Helga útskrifaðist frá Dýralæknaháskólanum í Kosice, Slóvakíu árið 2010 og hóf störf á Dýralæknastofu Suðurnesja í ágúst 2018. Hennar áhugasvið eru skurðlækningar gæludýra.

Íris Eysteinsdóttir aðstoðarmaður. Hún hefur starfað hjá stofunni síðan vorið 2013.

Námskeið í lasermeðferð hjá John C. Godbold DVM, Stonehaven Veterinary Consulting hjá Vistor í jan. 2017

Sandra Björk Ingadóttir aðstoðarmaður. Hún hóf störf í maí 2018.

Sandra hefur áralanga reynslu af störfum á dýraspítala og við sölu fóðurs og fóðurbætiefna fyrir gæludýr.

Helgi Hólm fjármálastjóri. Hann er kennari og fyrrum bankamaður.

Hrund Hólm dýralæknir - hrund@dskef.is (Hrund verður í leyfi frá störfum frá 1. september 2015)

Útskrifaðist frá Dýralæknaháskólanum í Noregi árið 2001 og gerði lokaverkefni um algengi sjúkdómanna FIV og FeLV í köttum á Íslandi. Hrund er stofnandi Dýralæknastofu Suðurnesja og aðaleigandi.

Helstu námskeið og erindi sem Hrund hefur sótt:

 • Ýmis námskeið á vegum Dýralæknafélags Íslands.
 • Erindi um HD/AD röntgen á vegum Dýralæknaháskólans í Noregi í ágúst 2006
 • Námskeið við Royal Veterinary College í London sumarið 2006: Online Logical Clinical Problem Solving
 • Námskeið í ómskoðun hunda og katta á vegum E-vet í Haderslev í Danmörku 7. og 8. september 2006.
 • Námskeið í sjúkdómum búrfugla á vegum Animalia ehf. 1.-4. mars 2008.
 • Námskeið í kviðarholsómun hunda og katta á vegum Eickemeyer á Odense Dyrehospital 13. sept. 2008
 • Online námskeið á vegum VetMedTeam "Thoracic Radiology" í september 2008
 • Online námskeið á vegum VetMedTeam "Abdominal Radiology í nóvember 2008
 • Erindi í húðsjúkdómum hunda á vegum Royal Canin á Íslandi í október 2008
 • Erindi í æxlunarfærasjúkdómum hunda á vegum Royal Canin á Íslandi í nóvember 2008
 • Námskeið í kviðarholsómun hunda og katta á vegum Eickemeyer á Íslandi þann 27. júní 2009
 • Námskeið í hjartaómum hunda og katta á vegum Eickemeyer á Íslandi þann 28. júní 2009
 • Námskeið í augnsjúkdómum hunda og katta á vegum Eickemeyer á Odense Dyrehospital 4. des. 2009
 • Námskeið í bæklunarlækningum (ortopedi) hunda og katta á vegum Norska dýralæknafélagsins í Tromsö 3.-5. febrúar 2011
 • Námskeið í mjúkvefjaskurðlækningum hunda og katta hjá Dr. Dick White á vegum Dýralæknafélags Íslands í ágúst 2013
 • Námskeið í augnlækningum hunda og katta hja Dr. Nick Whelan á vegum Dýralæknafélags Íslands í apríl 2014
 • Námskeið í svæfingalækningum hunda og katta á vegum endurmenntunar Dýralæknaháskólans í Noregi í júní 2014
 • BSAVA ráðstefna í Birmingham í apríl 2015
 • Námskeið í lasermeðferð hjá John C. Godbold DVM, Stonehaven Veterinary Consulting hjá Vistor í jan. 2017