Á Dýralæknastofu Suðurnesja er boðið upp á alla almenna heilbrigðisþjónustu fyrir dýr og meðhöndlun veikra og slasaðra dýra. Við framkvæmum almennar skurðaðgerðir eins og geldingar og ófrjósemisaðgerðir, keisaraskurði, brottnám æxla o.fl.
Stofan er vel tækjum búin með blóðgreiningartækjum, myndgreiningartækjum (röntgen og sónar), svæfingartæki, laser til meðhöndlunar auk búnaðar til tannlækninga.
Dýralæknar stofunnar fara í vitjanir í hesthús og fjárhús á Suðurnesjum og jafnvel heimahús sé þess óskað.
Stofan er opin alla virka daga frá kl. 9-16.30 og á laugardögum kl. 10-13. Síminn er opin frá klukkan 9:00 til 12:30 og 13:00 til 16:00 alla virka daga og er opin klukkan 10:00 til 13:00 á laugardögum. Við erum með tímabókanir og ekki er alltaf unnt að sinna þeim sem mæta án þess að eiga pantaðan tíma (nema um sé að ræða neyðartilfelli). Panta tíma.
Fyrir hádegi eru framkvæmdar aðgerðir, tannhreinsanir og þess háttar en eftir hádegi er stofutími. Þau dýr sem eiga að koma í aðgerðir eiga alla jafna að mæta milli klukkan 8:00 og 9:00 og eru hjá okkur þar til þau hafa jafnað sig eftir svæfingu, þá er hringt í eigendur.
Vegna neyðartilfella utan opnunartíma: Dýralæknar stofunnar taka þátt í opinberri neyðarvakt dýralækna í Suðvesturumdæmi. Símanúmer vegna neyðartilfella utan opnunartíma er 530 4888. Athugið að mikið álag getur verið á vakthafandi dýralækni hverju sinni.
Verð á algengum aðgerðum/greiningum
Komugjald (skoðun) 8.510 kr. - (án lyfja-/efniskostnaðar)
Viðbótargjald vegna óbókaðra tíma - 2.542 kr.
Heilsufarsskoðun, hundur (með bólusetningu/ormahreinsun)- 11.500 til 14.000kr
Heilsufarsskoðun, köttur (með bólusetningu/ormahreinsun)- 12.500 til 15.000kr
Tannhreinsun, köttur - frá 27.000 til 34.000 kr (án lyfja-/efniskostnaðar)
Tannhreinsun, hundur - frá 33.000 til 39.000 kr (án lyfja-/efniskostnaðar)
Gelding, köttur - 13.308 kr
Gelding, hundur - 48.000 til 58.000 kr (án lyfja-/efniskostnaðar)
Ófrjósemisaðgerð, köttur - 26.908 kr
Ófrjósemisaðgerð, tík - 70.000 til 80.000 kr (án lyfja-/efniskostnaðar)
Sónarskoðun - 17.408 til 24.724 (án lyfja-/efniskostnaðar)
Blóðrannsókn - frá 16.000 til xxxx (án efniskostnaðar)
Röntgenmyndataka - 29.760 til xxxx kr. (án lyfja-/efniskostnaðar)
Lasermeðferð - stakur tími 5.580kr - 5 tíma kort 19.480kr - 10 tíma kort 29.760kr
Útkall á vakt - 44.000 til 54.000 kr (til viðbótar við aðgerðargjald, lyfja- og efniskostnað) - ATH að kvöld- og helgarálag bætist við aðgerðgjöld á neyðarvakt.
Vakin er athygli á því að vinnuframlag auk lyfja- og efniskostnaður er breytilegur m.a. eftir stærð dýrs og umfangs aðgerðar. Starfsfólk veitir nánari upplýsingar um verð.
Síðast uppfært dags: 27.01.2025
Næringarrík fóðrun er ein forsenda góðrar heilsu dýra.
Á markaði eru ótal tegundir gæludýrafóðurs frá mismunandi framleiðendum sem innihalda mismunandi hráefni. Hægt er að fá þurrfóður, blautmat (dósamat) og jafnvel hráfóður auk góðgætis af ýmsum toga. Einnig eru sumir sem velja að fóðra dýrin sín með venjulegum heimilismat. En hvað er nauðsynlegt að passa upp á og hvað ber að varast?
Rétt fóðrun er gríðarlega mikilvæg hjá dýrum sem kljást við veikindi, svo sem sykursýki, þvagsteina, nýrnasjúkdóm, húðvandamál, ofþyngd o.fl. og getur sjúkrafóður spilað lykilhlutverk í meðhöndlun slíkra kvilla.
Mikilvægt er að eigendur fylgist vel með tannheilsu dýra sinna en nokkuð algengt er að hundar og kettir fái tannstein sem getur jafnvel valdið slæmri tannholdsbólgu og tannlosi. Hægt er að halda slíkum breytingum í skefjum með góðri tannhirðu.
Starfsfólk stofunnar hefur mjög mikla reynslu af fóðrun og umhirðu tanna, felds og klóa og veitir ráð um hvað hentar þínu dýri best.